Steinsteypir ehf var stofnað árið 1993 og aðalstarfsemi félagsins hefur verið steypusala frá þeim tíma eða í nærfellt aldarfjórðung.
Félagið hefur einnig sinnt jarðvinnu, steypusögun, múrbroti og kjarnaborunum frá fyrstu tíð.

Mikil vatnaskil urðu í rekstri félagsins árið 2015 þegar starfsemin var flutt í Haukamýri 3 á Húsavík og stór og öflug steypustöð reist þar ásamt annari aðstöðu fyrir starfsemi félagsins. Samhliða þessum breytingum var bæði steypustöð og verkstæði við Höfða selt og starfseminnni komið fyrir á einum stað.

Stærstu steypuverkefni undanfarina ára hafa verið virkjunarframkvæmdir á Þeistareykjum, uppbygging PCC á Bakka, jarðgangnagerð frá Húsavíkurhöfn á Bakka og endurnýjun við Laxárvirkjun. Veruleg endurnýjun og aukning hefur átt sér stað í tækjakosti félagsins s.l. misseri og er fyrirtækið því vel tækjum búið sem jarðvinnuverktaki.